- Advertisement -

Jón sakaði þingmenn um að þiggja mútur


„Að mörgu er að hyggja þegar kemur að því að Alþingi taki svo veigamiklar ákvarðanir þegar kemur að veitingu ríkisborgararéttar. Þróunin í þessum málum hefur verið með þeim hætti á undanförnum árum að þeim umsóknum sem töldust frekar til undantekninga og komu til ráðstöfunar á Alþingi um íslenskan ríkisborgararétt fór mjög fjölgandi, það mikið að það var farið að hafa mikil áhrif á almenna afgreiðslu þessara mála hjá stofnuninni. Þegar sú staða var komin upp þá treysti ég mér ekki til að
biðja stofnunina að ýta þessu fram fyrir í röðinni. Um það snýst þetta. Það
stóð aldrei til annað en að afgreiða málin en bara í þeirri röð sem þau berast stofnuninni,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á Alþingi fyrir stundu.

„Hitt er svo hvernig staðið hefur verið að ríkisborgararéttarveitingu hér á Alþingi. Það held ég að sé tilefni til að skoða, virðulegur forseti. Það má líka skoða þar, til að mynda í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver séu möguleg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur. Er mögulegt að einhverjir hafi komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu á ríkisborgararétti? Hefur mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt? Þetta eru kannski atriði sem væri ástæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt eigi við rök að styðjast.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: