- Advertisement -

Ráðherra, sefur þó rótt?

Svandís átti að skipa nefnd. Gerði ekki. Bjarni herðir sífellt að hjúkrunarheimilunum.

Pólitísk stefna opinberast einna skýrast í fjárlögum ríkisstjórna. Ríkisstjórn Katrínar og Bjarna talar skýrt. Eybjörg H. Hauksdóttir birtir forvitnilegar staðreyndir í Moggagrein í dag. Eybjörg er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Eybjörg: „…í fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2020 gert ráð fyr­ir að áfram­hald­andi skerðingu á fjár­fram­lög­um til hjúkr­un­ar­heim­ila, eins og gert hef­ur verið á þessu ári og gert var á því síðasta. Árið 2018 nam „aðhaldskraf­an“ 215,5 millj­ón­um króna, árið 2019 nam hún 201,3 millj­ón­um og í drög­um að næsta fjár­laga­frum­varpi er gerð til­laga að 279,6 millj­óna króna „aðhalds­kröfu“ á ár­inu 2020. Sam­tals nem­ur skerðing­in 1,3 millj­örðum króna frá árs­byrj­un 2018 og ár­legt rekstr­ar­fé hjúkr­un­ar­heim­ila verður um 700 millj­ón­um króna lægra en ef ekki hefði komið til um­ræddra „aðhaldskrafna“.“

Þetta eru staðreyndir og það ömurlegar. Hér kemur kafli. Mjög dæmigerður:

Eybjörg H. Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

„Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu hafa margoft upp­lýst alþing­is­menn um þessa hættu­legu stefnu stjórn­valda. Ef til vill er það ein ástæða þess að fjár­laga­nefnd lagði til í meiri­hluta­áliti sínu um fjár­mála­áætl­un­ina í vor að „ráðherra skipi þver­póli­tíska nefnd sem fari yfir rekst­ur og framtíðarfyr­ir­komu­lag á bygg­ing­um og rekstri hjúkr­un­ar­heim­ila“. Heil­brigðisráðherra hef­ur hins veg­ar ekki skipað slíka nefnd og nú, tæpu hálfu ári síðar, eru kom­in fram drög að nýju fjár­laga­frum­varpi sem kveður á um áfram­hald­andi niður­skurð á rekstr­ar­fé hjúkr­un­ar­heim­ila,“ skrifar Eybjörg.

Íslensk stjórnmál í hnotskurn. Í gerðum stjórnmálamanna sannast enn og aftur að ekki er sama Jón og séra Jón.

„Stund­um er sagt að á uppgangstíma í hag­kerf­inu sé mik­il­vægt að rík­is­sjóður gæti aðhalds í fjár­út­lát­um en gefi frek­ar í þegar horf­ir til efna­hags­lægða. Þegar efna­hags­hrunið skall á sam­fé­lag­inu árið 2008 voru út­gjöld rík­is­sjóðs skor­in niður á sem flest­um sviðum. Fjár­magn til hjúkr­un­ar­heim­ila og annarra heil­brigðis­stofn­ana var skorið mark­visst niður. Und­an­far­in ár hef­ur ríkt ákveðinn stöðug­leiki í fjár­mál­um og jafn­vel „góðæri“ á flest­um sviðum eins og t.d. sést í stór­aukn­um út­gjöld­um rík­is­sjóðs. Marg­ar heil­brigðis­stofn­an­ir hafa fengið aukið rekstr­ar­fé á hverju ári und­an­far­in ár, en hvorki hjúkr­un­ar­heim­il­in né dagsdvalirnar. Samt stend­ur í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá ár­inu 2017: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstr­ar­grund­völl hjúkr­un­ar­heim­ila.“

Svona er það. Eybjörg endar grein sína svona:

„Fagaðilar sem starfa á hjúkr­un­ar­heim­il­um og dagsdvölum lands­ins eru farn­ir að ótt­ast næstu efna­hags­lægð því hvar er hægt að draga sam­an ef aldrei er gefið í? Hvar skal bera næst niður við niður­skurð í rekstri, í sam­ræmi við aðgerðir stjórn­valda eins og þær birt­ast í drög­um fjár­laga­frum­varps­ins. Eft­ir því sem líður á hagsveifl­una og „aðhalds­kröf­unni“ er oft­ar beitt verður sú spurn­ing áleitn­ari hvort aldrei komi að góðæri hjá hjúkr­un­ar­heim­il­um.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: