- Advertisement -

Ráðherrann fór gegn vilja Alþingis

„Á meðan fólk þjáist og deyr umvörpum er of mikið undir að styðja ekki neyðaraðstoð.“

Bjarni Jónsson Vinstri grænum.

Stjórnmál Bjarni Jónsson, Vinstri grænum, er varaformaður utanríkisnefndar Alþingis. Hann segir í samtali við Miðjuna að Alþingi hafi falið ríkisstjórninni að; „beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar og rannsóknar á brotum á alþjóðalögum.“

Hafði utanríkisráðherra samráð við utanríkisnefnd áður en hann tók ákvörðun um að frysta greiðslur sem ætlaðar eru til aðstoðar við fólkið á Gaza?

„Nei.“

Hefði hann átt að gera það?

„Það er mikilvægt að eiga samráð við utanríkismálanefnd um slíkar ákvarðanir.“

Ert þú sammála ákvörðun Bjarna?

„Það hefði verið eðlilegri atburðarás að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd, hafa ályktun alþingis til hliðsjónar, og ræða við hin Norðurlöndin áður en ákvörðun var tekin. Á meðan fólk þjáist og deyr umvörpum er of mikið undir að styðja ekki neyðaraðstoð.“

Mun ákvörðun Bjarna hafa pólitískar afleiðingar?

„Alþingi sameinaðist um ályktun þar sem kallað er „eftir mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust.“ Alþingi fól ennfremur „ríkisstjórninni að beita sér fyrir viðbótarframlagi til mannúðaraðstoðar og rannsóknar á brotum á alþjóðalögum til að fylgja eftir þeim áherslum sem fram koma í ályktun þessari.““


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: