- Advertisement -

Ráðherrar sem vanvirða Alþingi

Þingmönnum var tíðrætt um að hversu oft starfandi ráðherrar hunsi Alþingi. Mæti ekki á nefndarfundi þegar nefndarmenn óska eftir nærveru ráðherra. Svo er annað sem stingur ekki síður í augu, það er þegar Alþingi samþykkir ráðherrar gera ekkert með vilja þingsins. Ágúst Ólafur Ágústsson sagði á þingi í gær:

„Fyrst forseti er hér að safna í sarpinn þá ætla ég líka að óska liðsinnis forseta sem lýtur að því að hér sé virtur vilji þingsins þegar kemur að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég hef áður leitað liðsinnis forseta hvað þetta varðar. Hér liggur fyrir samþykkt þingsályktun þingheims um að ráðherra beri að leggja fram frumvarp þess efnis. Ég vísa í lögfræðiálit frá Alþingi þar sem segir að þingsályktun sé bindandi fyrir ríkisstjórn. Hvernig stendur á því að það heyrist ekkert hvað þetta varðar? Eru þingsályktanir sem við samþykkjum hér bara til skrauts? Ég nefndi síðast að ráðherrarnir eru framkvæmdarvald, löggjafarvaldið er hérna megin og við erum búin að samþykkja þetta. Af hverju get ég ekki fengið liðsinni forseta til að ítreka gagnvart hæstvirtum forsætisráðherra að koma með frumvarp?“

Þarna var gripið fram í og þingmanninum bent á að það væri Áslaug Arna dómsmálaráðherra sem hunsaði vilja þingsins í málinu.

„Dómsmálaráðherra, allt í lagi. Mér er nokk sama hvort það er forsætisráðherra eða dómsmálaráðherra, dómsmálaráðherra er hluti af þinni ríkisstjórn, hæstvirtur ráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við í þessum sal erum búin að segja að frumvarpið átti að koma fyrir hálfu ári. Hæstvirtur forsætisráðherra samþykkti það jafnvel sjálf. Hvernig stendur á því að ég þarf að koma hér ítrekað og kalla eftir þessu frumvarpi?  Þetta er stórmál. Þetta er mál sem lýtur að réttindum fatlaðs fólks. Hvernig stendur á því, á lokadögum þingsins, að ekkert bólar á þessu máli af öllum hugsanlegum málum? Kæri forseti. Beittu þér fyrir þessu í þágu þingsins,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson.

Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar segir: „Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: