- Advertisement -

Ráðherrarnir brjóta allir þingsköp

Þetta er alla jafna mun lengri tími en gert er ráð fyrir í þingsköpum, þar sem gert er ráð fyrir 15 virkum dögum, og að sjálfsögðu eru einhverjar fyrirspurnir umfangsmiklar.

Björn Leví Gunnarsson.

„Hér kemur slatti af tölum í ræðu því að ég ætla að fjalla aðeins um svartíma ráðherra við fyrirspurnum. Samkvæmt þingsköpum hafa ráðherrar og forseti 15 virka daga til að svara fyrirspurnum og eins og er þá er staðan svona, þ.e. frá því í morgun: Forseti hefur svarað fyrirspurnum að meðaltali á 13 virkum dögum, mjög vel gert. Enginn annar hefur náð að svara innan tilskilins frests.“

Þetta eru orð Björns Leví Gunnarssonar sem komu fram í þingræðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Utanríkisráðherra er með 59 daga að meðaltali, félags- og barnamálaráðherra 24 daga og félags- og jafnréttisráðherra þar á undan var með 39 daga, forsætisráðherra 22 daga, mennta- og menningarmálaráðherra 52 daga, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 37, umhverfis- og auðlindaráðherra 39, fjármála- og efnahagsráðherra 43, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 26, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 24, heilbrigðisráðherra 27 og dómsmálaráðherra 37.

Dómsmálaráðherra hefur svarað flestum fyrirspurnum, eða 44.

Þetta er alla jafna mun lengri tími en gert er ráð fyrir í þingsköpum, þar sem gert er ráð fyrir 15 virkum dögum, og að sjálfsögðu eru einhverjar fyrirspurnir umfangsmiklar.

Þess vegna langar mig til þess að hrósa alla vega tveimur ráðherrum fyrir ákveðið nýmæli. Annars vegar vil ég hrósa utanríkisráðherra þar sem komið hefur fram í fyrirspurnum hversu mikill tími fór í vinnslu fyrirspurnanna. Það er mjög gott að fá slíkar upplýsingar til að fá yfirsýn yfir hversu umfangsmikil fyrirspurnin er, því að það á tvímælalaust að taka tillit til þess varðandi svona beiðnir, en skýrslubeiðni má taka tíu vikur. Það er nokkuð stórt bil þarna á milli sem þarf kannski að brúa, því að fyrirspurnir geta auðveldlega verið þar á milli hvað lengd svartíma varðar.

Hins vegar vil ég hrósa heilbrigðisráðherra sem svaraði núna nýlega tveimur fyrirspurnum þar sem ekki komu svör frá öllum undirstofnunum en hún skilaði svarinu á nokkurn veginn réttum tíma án þeirra svara. Þá sendir maður bara aftur fyrirspurn. Það útskýrir sem sagt hverjir það eru sem er að tefja svar málsins og verður kannski ákveðinn hvati til að skila á réttum tíma,“ sagði Björn Leví Gunnarsson.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: