- Advertisement -

Ráðuneyti Bjarna „lítilsvirðir“ Alþingi

Birgir Þórarinsson Mifðlokki sagði á Alþingi fyrr í dag: „Ég óskaði eftir því í gegnum fjárlaganefnd að fá sundurliðun á því hverjar þessar eignir væru. Nú hefur svarið loksins borist, einu og hálfu ári síðar. Ég tek skýrt fram að ekki er við fjárlaganefnd að sakast eða starfsmenn nefndarinnar, þeir ýttu reglulega á eftir málinu. Það er fyrst og fremst við fjármálaráðuneytið að sakast. Í svarinu kemur fram að þetta eru fjórir liðir; laust fé, hlutabréf, skuldabréf, lán og aðrar eignir. Það tók sem sagt eitt og hálft ár að finna svar við þessum fjórum liðum. Ég verð að segja eins og er, herra forseti, að þetta er lítilsvirðing við þingið og eftirlitshlutverk þess.“

Tilefnið var spurning Birgis vegna fréttar á vef Stjórnarráðsins:

„Á vef Stjórnarráðsins var í lok febrúar 2018 birt frétt um fjárhagslegan ávinning ríkissjóðs vegna Kaupþings/Arion banka. Í fréttinni er sagt að ávinningurinn sé um 150 milljarðar. Þar er liður sem kallaður er matsvirði stöðugleikaeigna. Þar er einnig liður sem nefndur er aðrar eignir og hljóðar upp á 23,8 milljarða.“

Anna Kolbrún Árnadóttir, samflokksmaður Birgis hafði þetta að segja: „ Ég er á svipuðum stað. Ég sendi fyrirspurn til skriflegs svars til efnahags- og viðskiptaráðherra á síðasta þingi sem fjallaði um sölu á ríkisjörðum. Ég sendi hana frá mér 6. maí og fékk aldrei svar svo að ég hef á ný sent sömu spurningu og vonast til þess að fá svar innan þess frests sem gefinn er og að svarið verði nokkurn veginn fullnægjandi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: