- Advertisement -

Rafmagnið hækkaði um 100 prósent

„Það er athyglisvert að Vinstri grænir voru á móti þessum orkupakka hér á Alþingi og greiddu atkvæði gegn honum. Ég tel persónulega að þeir megi vera stoltir af því. Og það vekur óneitanlega furðu að þeir skuli núna styðja þennan þriðja orkupakka.“

Birgir Þórarinsson og Ari Trausti Guðmundsson:
Birgir spurði Ara Trausta: „Var það röng ákvörðun af hálfu Vinstri grænna á sínum tíma að styðja ekki orkupakka eitt og tvö?“
„Nei, eflaust hefur það ekki verið rangt.“

„Ég get nefnt dæmi af hækkun á raforkuverði. Á veitusvæði Hitaveitu Suðurnesja á Suðurnesjum eru svokölluð köld svæði. Á einni nóttu eftir að þetta var samþykkt hér á Alþingi hækkaði raforkuverð til þessara heimila um 100% hvað varðar húshitun. Þetta kalla ég afleiðingar þessa orkupakka. Ég held að háttvirtur þingmaður hljóti að vera sammála mér í því. Þess vegna hræða sporin núna þegar rætt er um orkupakka þrjú.“

Þetta sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki á Alþingi. Þar var átti hann í orðaskiptum við Ara Trausta Guðmundsson, Vinstri grænum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birgir spurði Ara Trausta: „Var það röng ákvörðun af hálfu Vinstri grænna á sínum tíma að styðja ekki orkupakka eitt og tvö?“

„Nei, eflaust hefur það ekki verið rangt. Ég var ekki á þingi þá og heyrði svo sem ekki röksemdirnar, en ég gat eitthvað fylgst með þeim. Það er langt um liðið. Nú er spurningin: Ef fyrsti og annar orkupakki kæmu til álita núna, værum við þá öll á móti þeim? Ég er ekkert svo viss um það. En gott og vel, sagan er svona,“ svaraði Ari Trausti og hvað varðar hundrað prósent hækkun húshitunar, svaraði Ari Trausti: „Um hækkun raforkuverðs um 100% vegna þessa aðskilnaðar yfirbyggingarinnar, þ.e. orkuframleiðslunnar annars vegar og orkuflutningsins hins vegar, get ég ekki sagt nokkurn skapaðan hlut.“

Birgir sagði meðal annars að innleiðing fyrsta og annars orkupakka hefði leitt til hækkunar á raforkuverði.

„Í okkar litla samfélagi leiddi þessi uppskipting orkugeirans til meiri yfirbyggingar og dýrara kerfis með því að aðskilja vinnslu og dreifingu á rafmagni eins og við þekkjum. Þetta varð til þess að rafmagnsverð til heimila og fyrirtækja hækkaði,“ sagði hann og endaði með stungu á Vinstri græn.

„Það er athyglisvert að Vinstri grænir voru á móti þessum orkupakka hér á Alþingi og greiddu atkvæði gegn honum. Ég tel persónulega að þeir megi vera stoltir af því. Og það vekur óneitanlega furðu að þeir skuli núna styðja þennan þriðja orkupakka.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: