- Advertisement -

Rangar fullyrðingar Sigurðar G.

Fjölmiðlar „Pistill Sigurðar G. er því tvennt: annars vegar fullur af röngum fullyrðingum um Kjarnann sem hafa verið hraktar með dæmum hér að ofan, og hins vegar fullur af staðhæfingum um lögbrot nafngreindra aðila sem hafa hvorki verið rannsakaðir, ákærðir né dæmdir. Í stuttu máli má einfaldlega segja að þetta sé þvæla. Hvað drífi Sigurð G. áfram í að skrifa hluti af  fullkominni vanþekkingu eða gegn betri sannfæringu veit ég ekki. Og ætla ekki að reyna að giska á það,“ segirt grein í Kjarnanum, grein sem er svar við skrifum Sigurðar G. Guðjónssonar, og sagt var frá hér Miðjunni fyrr í dag.

Það er Þórður Snær Júlíusson ritstjóri sem skrifar greinina. Hana má lesa í heild hér.

En í lok greinar sinnar skrifar Þórður Snær:

„Að lokum. Allt sem tilgreint er hér að ofan er fréttnæmt. Það er fréttnæmt að hér sé verið að rannsaka fall bankakerfis sem sakamál, það er fréttnæmt þegar það er sýknað í þeim málum og það er fréttnæmt þegar að er sakfellt í þeim. Það er líka fréttnæmt þegar hleranir virðast ekki framkvæmdar með löglegum hætti og það er fréttnæmt þegar forstjóri risafyrirtækis kærir dómara. Við segjum fréttir. Af þessu öllu saman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sú sýn sem margir hafa að í samfélaginu séu einhver lið, annað hvort ertu með viðkomandi eða á móti, á nefnilega ekkert erinda í fjölmiðla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: