- Advertisement -

Raun stýrivextir á Íslandi – 30 ára saga af níði á heimilum og neytendum

Vilhjálmur Birgisson formaður SGS skrifar:

Ísland er land dýrasta peningsins – ekki vegna verðbólgu, ekki vegna náttúrulögmála, heldur vegna þess að stjórnvöld hafa valið að verja fjármálakerfið og fórna heimilunum.

Ísland er í dag með hæstu raun stýrivexti í Evrópu – 3,5%.

Í Finnlandi eru þeir 0,25%, í Bretlandi 0,2% og í Danmörku eru þeir jafnvel neikvæðir (-0,7%).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það þýðir að íslensk heimili og fyrirtæki búa við gólfið sem allt vaxtakerfið hvílir á sem er 14–17 sinnum hærra en í nágrannalöndunum.

En þetta er ekki nýtt. Þetta er ekki tilfallandi. Þetta er ekki einhvers konar slys.

Þetta hefur verið svona ár eftir ár, áratug eftir áratug. Það má fara 30 ár aftur í tímann og staðan er alltaf sú sama:

Hæstu raun stýrivextirnir á Íslandi.

Heimilin og neytendurnir sem bera byrðarnar.

Bankarnir og fjármálakerfið sem fá að sitja undir skjaldborg stjórnvalda.

Og spurningin sem stjórnvöld og Seðlabankinn verða að svara er þessi:

  • Hví er þetta látið viðgangast?
  • Hví er ætíð sleginn skjaldborg um fjármálakerfið?
  • Hví er heimilum og neytendum ítrekað fórnað á blóðugu altari okurvaxta fjármálakerfisins?
  • Hví á almenningur alltaf að bera byrðarnar á meðan bankarnir tryggja sér gróða?

Þetta er ekki „stöðugleiki“ – þetta er kerfisbundið níð sem hefur verið viðhaldið af stjórnvöldum og Seðlabankanum í áratugi.

Ísland er land dýrasta peningsins – ekki vegna verðbólgu, ekki vegna náttúrulögmála, heldur vegna þess að stjórnvöld hafa valið að verja fjármálakerfið og fórna heimilunum


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: