- Advertisement -

Rautt, grænt eða blátt skyr

Örsaga 6 úr hungurgöngunni:
„1960 var ég einstæð móðir með 3 börn. Síðustu daga mánaðarins þegar peningurinn var að klárast var skyr það eina sem ég gat keypt handa þeim. Það var langódýrasti matur sem hægt var að fá. Börnin urðu auðvitað leið á að það væri alltaf skyr í matinn. Í byrjun mánaðar fjárfesti ég því í nokkrum flöskum af matarlit, svo þegar sultartíminn hófst setti ég mismunandi liti út í skyrið. Eftir það voru börnin og alltaf mjög spennt að fara að borða. Hvernig skyr skyldi vera í matinn kvöld. Rautt… grænt… blátt….“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: