- Advertisement -

REÁ: Mótframlag lækkað í 20 prósent

Sprengisandur_761x260_BylgjanSprengisandur Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða hefur ekki getað úthlutað öllum þeim peningum sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunnar. Ástæða er trúlega sú að krafan um mótframlag þeirra sem hyggja á framkvæmdir er of há, eða fimmtíu prósent. Hún verður lækkuð í tuttugu prósent.

Þetta kom fram í Sprengisandi í morgun. „Ég er að fara að gefa út nýj­ar starfs­regl­ur sjóðsins á morg­un þar sem við erum að breyta eft­ir­fylgninni. Því það er ekki nóg að veita aukna fjár­muni held­ur verðum við einnig að laga verklagið. Og það erum við að gera,“ sagði Ragn­heiður  Elín.

„Annað sem er ný­mæli í þess­um breyttu starfs­regl­um – við fór­um yfir það af hverju verk­efn­in eru ekki að klár­ast. Ein stór ástæða þess var að mót­fram­lagskraf­an, þar sem gerð er krafa um fimmtíu prósent mót­fram­lag þeirra sem eru að fá fjár­magn úr sjóðnum, var að standa verk­efn­un­um fyr­ir þrif­um.“

Það er mikið álag á náttúruna vegna fjölda ferðamanna. „Við verðum að hafa nauðsyn­lega innviði til að taka á móti þess­um fjölda vegna þess að yfir áttatíu prósent ferðamanna segj­ast vera að koma hingað vegna nátt­úr­unn­ar. Og þá verðum við að passa upp á að hún sé í góðu standi til þess að geta tekið við öll­um þess­um fjölda.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða er nú, að sögn ráðherra, að fá aukna fjár­muni „sem aldrei fyrr“ til að byggja upp innviði, til dæmis full­nægj­andi sal­ern­isaðstöðu, á fjöl­förn­um ferðamanna­stöðum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: