- Advertisement -

Refsiskattar eru kolröng aðferð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er nú sem fyrr á móti áformum um hækkandi kolefnisgjald.

„Í þessu tilviki bitnar skatturinn hlutfallslega verst á þeim tekjulægri og á landsbyggðinni.
Skatturinn er auk þess ekki til þess fallinn að ná markmiðinu,“ skrifar hann.

Og hann helldur áfram: „Fólk keyrir bíla til að komast þangað sem það þarf að fara. Það mun áfram þurfa að fara á milli staða þótt eldsneytisverð hækki.

Það er t.d. ólíklegt að svona samtal eigi sér stað:
-„Pabbi viltu skutla mér í fimleika?”
-„Nei, ég hefði gert það en ekki núna þegar kolefnisgjaldið er komið úr 12 kr. í 15 kr.”

Fólk hættir ekki að keyra bílana sína þótt ríkið hækki eldsneytisverð, ekki frekar en þegar olíuframleiðendur hafa samráð um verðhækkanir.

Hækkanir á eldsneyti hafa keðjuverkandi áhrif á verðbólgu með hækkunum á vörum og þjónustu vegna flutningskostnaðar.

Afleiðingarnar eru því auknar álögur á heimilin og hærri verðtryggð lán.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: