- Advertisement -

Reiði karlinn í fjölriti

Vetur á Spáni Til undantekninga telst ef ég les „kommentakerfin“. Kristborg missti sig í slíkan lestur. Henni var ofboðið. Las eitt og eitt upphátt. Öll voru þau full af reiði vegna þess sem ég hef skrifað um veru okkar hér á Spáni.

Mér heyrðist helsti kyndill reiðinnar vera sá að atvinnuleysisbætur á Spáni séu síðri en á Íslandi. Einn, kannski fleiri, fann ástæðu til að skrifa um okkar persónur. Ekki notalega. Slíkt hreyfir aldrei við mér.

Það sem Kristborg las upp hafði í raun ekkert með okkur að gera. Verðsamanburðurinn sem ég geri er ekki, og á ekki að vera, vísindalegur. Meira til gamans. Eitthvað samt til fróðleiks. Hvert sem litið er, er léttara að draga fram lífið hér en heima. Ísland er jú dýrasta land í Evrópu. Eða næst dýrast hið minnsta. Og þó víðar væri leitað.

Dagurinn í dag fagnar með sól og hita. Fyrir „brekaðan“ skrokk er það gott.

Þau reiðu verða að hafa sinn vettvang. Til þess eru „kommentakerfin“ ágæt. Það er ekki leggjandi á nokkurn að birgja innra með sér allar þær vondu hugsanir og reiðina sem leita á flæktan hugann.

Meðal okkar er fólk sem amast við öllu sem ekki er íslenskt. Það á við um kjöt, peninga, veður, landslag, vatn og fleira. Við þessu er ekkert að gera.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: