- Advertisement -

RÉTTLÆTINU ENN FRESTAÐ!

Hvaða rugl er þetta? Á áfram að draga eldri borgara á asnaeyrunum kannski eitt ár í viðbót?

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Réttlætinu verður ekki frestað sagði KJ á síðasta ári; hún var þá í stjórnarandstöðu og var að svara BB. Rætt var m.a. um hækkun lífeyris aldraðra. BB var ekki tilbúinn að hækka lægsta lífeyri. KJ komst til valda í lok nóv. 2018, myndaði stjórn með BB og Sig. Inga. Ég taldi þá, að réttlætinu yrði ekki frestað lengur. KJ mundi hækka lífeyrinn strax í desember 2018. En því miður réttlætinu var áfram frestað.

Formaður Félags eldri borgara í Rvk sendi KJ bréf og óskaði eftir hækkun á lífeyri aldraðra. KJ dró félagið á asnaeyrunum allt árið og hækkaði ekki lífeyrinn. Frestaði réttlætinu allt árið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á haustmánuðum brast þolinmæði Félags eldri borgara í Rvk, félagið sagði á heimasíðu sinni, að stjórnvöld hefðu svikið eldri borgara. Réttlætinu var alltaf frestað. Stjórn KJ skipaði starfshóp til þess að fjalla um það hvort hækka þyrfti lægsta lífeyri aldraðra og hvað mikið.

Ég sagði þá, að það þyrfti engan starfshóp, það þyrfti aðgerðir. Allar upplýsingar væru til í félagsmálaráðuneytinu, hjá Félagi eldri borgara og Landssambandi eldri borgara en starfshópurinn var stofnaður og hefur skilað áliti. Hópurinn leggur til, að kjör útlendinga, sem búa hér og hafa ekki full réttindi í TR vegna skertrar búsetu, verði bætt svo og kjör Íslendinga, sem búið hafa lengi erlendis og njóta ekki fullra réttinda í TR vegna skertrar búsetu.

Félagsmálaráðherra tilkynnti í gær , að kjör þessara aðila yrðu bætt en réttlæti annarra eldri borgara, sem ekki hafa nóg fyrir framfærslu verður áfram frestað. Hvaða rugl er þetta? Á áfram að draga eldri borgara á asnaeyrunum, kannski eitt ár í viðbót? Það er ágætt að hugsa til útlendinga,sem hafa ekki full réttindi í TR og Íslendinga,sem dvalist hafa langdvölum erlendis og eru af þeim sökum í sama bát og útlendingarnir en það þýðir ekki að gleyma eigi öllum hinum sem alltaf hafa búið á Íslandi og ekki hafa neinn lífeyrissjóð af ýmsum ástæðum. Þeir eiga sama rétt og útlendingarnir og ekki síðri. Þeir þurfa leiðréttingu strax. Ekki seinna.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: