- Advertisement -

Réttur allra að mótmæla á Austurvelli

Að breyta sjálfri dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús.

Ólafur Ísleifsson, nú Miðflokki, spurði nýjan dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um fjárútlát vegna flóttafólks. Hún svaraði honum ekki beint. Ólafi lá fleira á hjarta:

„Ég leyfi mér að varpa þeirri spurningu fram hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta sjálfri dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja, svo að mótmæli sem snúa að því að opna landamærin nái fram að ganga.“

„Varðandi mótmælin á Austurvelli er það rétt sem háttvirtur þingmaður segir að Reykjavíkurborg gaf leyfi fyrir uppsetningu þessara tjalda, þó þannig að mótmælendum bar að taka þau niður klukkan átta að kvöldi, sem var ekki gert. En Reykjavíkurborg aðhafðist ekkert í því og óskaði ekki eftir atbeina lögreglu og þar við sat. Nú hefur þetta tjald verði tekið niður,“ sagði dómsmálaráðherrann og bætti við:

„En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég, því að þegar við síðan erum með ákveðnar reglur ber öllum að fylgja þeim reglum, hvort sem mótmælt er á þessum grunni eða öðrum.

Ég segi: Sem betur fer þurfti ekki frekari atbeina lögreglu á neinum tímapunkti. Mótmælin eru ekki lengur með sama hætti og þau voru í gær en þau eru þó með einhverjum hætti hér fyrir utan. Það er stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla en öll skulum við fylgja lögum og reglum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: