- Advertisement -

Réttur almennings til uppreisnar

Þór Saari skrifar:

Samstöðin var með þátt í gær um réttinn til uppreisnar þegar stjórnvöld fara ekki eftir vilja almennings. Þátturinn veitir fína yfirsýn í þann rétt sem er ótvíræður.

Til að ræða þetta koma að borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður; Jórunn Edda Helgadóttir lögfræðingur sem dæmd var fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir mótmæli vegna brottvísunar hælisleitenda; Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og ein nímenninganna sem ákærðir voru í búsáhaldabyltingunni m.a. fyrir árás á sjálfræði Alþingis; og Ævar Kjartansson útvarpsmaður sem ákærður var fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu þegar Mývetningar sprengdu stíflu í Laxá.

Með afneitun sinni á vilja almennings sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána er ég þeirrar skoðunar að það sé réttmætt að koma stjórnvöldum frá með hvaða aðferðum sem til þarf, því í lýðræðisríki kemur allt vald frá fólkinu. Fín umræða eins og svo margt annað á Rauða borðinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: