- Advertisement -

Réttur til velsældar og/eða atvinnu

Þannig varð landsbyggðin fyrsta fórnarlanb tæknibreytinga hér á landi.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Sífellt berast okkur harmakvein vegna yfirvofandi atvinnuleysis. Algengt er að starfsfólk við afgreiðslustörf, bankastörf og símsvörun missi vinnuna og gerfigreind er að útrýma mikið fleiri störfum við þjónustu. Fyrir liggur einnig að þeir sem ennþá starfa við sjávarútveg eru orðnir fáir (og fækkar stöðugt hægt er að nýta auðlindina með nokkrum skipum) og í landbúnaði starfa tiltölulegar fáir og stórir aðilar. Þessir sem eftir sitja eru hálaunamenn. Þannig varð landsbyggðin fyrsta fórnarlanb tæknibreytinga hér á landi. Í annarri framleiðslu svo sem í álverum og raforkuverum starfar fólk sem telst til millistéttar – og því fer fækkandi. Svona fór þá fyrir verksmiðjulýðnum sem einkenndi Vesturlönd á tímum Karls Marx og hann taldi arðrændasta hluta verkalýðsins.

Enn eru unnin fjölmörg láglaunastörf í þjónustu, en þeim fer fækkandi – en opinber störf við umönnum og kennslu halda best, en umönnunarstörfum mun þó fækka hratt á næstu árum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikilvægast er að atvinnuleysi verði snúið upp í endurmenntun.

Það sem hægri menn hafa áhyggjur af í þessu efni er að þjóðarframleiðsla haldi ekki áfram að aukast. Það ætti hún reyndar að gera – með vaxandi tæknivæðingu skapar hvert starf mikið meiri auðæfi en áður. Og endurmenntun, einkum á sviði tækni, er grundvöllur framtíðarauðs.

Nú kemur upp spurningin: Á almenningur rétt á því að þjóðfélagið leggi honum til hæfilega atvinnu – eða á hann bara rétt á velsæld, hvað sem líður tengslum hans við atvinnumarkaðinn. Oft láta menn svo að atvinna sé forsenda heilbrigðs lífs – en er svo? Er tæknin ekki að leysa mannkynið undan atvinnu – og lífsbaráttan verður auðveldari og skemmtilegri. En tæknimenn og kennarar munu hafa nóg að starfa.

Hvernig verður þá framtíðin fyrir þann hóp sem stendur utan vinnumarkaðar, sem eru aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn (á öllum aldri):

i) Mikilvægast er að atvinnuleysi verði snúið upp í endurmenntun. Líklegt er að hver og einn verði að mennta sig til fleiri en eins ævistarfs í framtíðinni, kannski til fleiri en tveggja starfa.

ii) Þá getur ríkið, auk endurmenntunar, búið til atvinnubótavinnu fyrir atvinnulausa. Hún má þó ekki vinna gegn þjóðarhagsmunum, eins og sum atvinna getur gert (meira um opinbera atvinnubótavinnu síðar, en hún er vissulega til staðar).

iii) En hluti þeirra sem standa utan vinnumarkaðar verður þar alla ævi. Þá er átt við öryrkja, atvinnulausa sem vilja ekki endurmennta sig og þá sem ekki hafa menntun eða hæfileika til að hljóta menntun. Einföldum störfum er nefnilega að fækka ört. Þeir sem ekki hafa lesskilning við lok grunnskóla núna verða sennilega á opinberu framfæri ævilangt. Það verða einnig ómenntaðir innflytjendur.

iv) Aldraðir munu fara af vinnumarkaði fyrr en áður vegna þess að þekking þeirra verður úrelt, en ef þeir endurmennta sig ættu þeir að geta unnið fram á áttræðisaldur, annars ekki. Raunar markar tímalengdin frá síðustu endurmenntun mælikvarða á getu til starfa, en ekki lífaldur.

Hvernig á þá að skipta auðæfum þjóðfélagsins? Rökstyðja má að auka þurfi skatta á stórfyrirtæki og hækka auðlindagjöld til þess að kosta velsæld þeirra sem standa utan vinnumarkaðar. Krafan er að þeir hafi það jafn gott og aðrir þjóðfélagsþegnar. Mikið vantar upp á það nú. Þetta er réttlætiskrafa, en krafan um atvinnu er það ekki.

Sem stendur eru margháttuð félagsleg þjónusta tengd atvinnuþátttöku. Þá er átt við orlofsþjónustu (t.d. aðgang að bústöðum), sjúkrastuðning, virkniþjónustu (ASÍ rekur Virk bara fyrir vinnumarkaðinn meðan ljóst er að fjöldi annarra, m.a. stúdenta, aldraðra og öryrkja búa við útbruna og þurfa slíka þjónustu) – og svo má lengi telja. Félagsleg þjónusta ríkisins þarf að ná til allra jafnt.

Top of Form


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: