- Advertisement -

Reykjavík er ekki í fremstu röð

Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar:

Ég vona að ég verði ekki vændur um að svíkjast um í vinnunni þó ég hafi hent saman í þessa töflu. Ég sit núna fund borgarstjórnar og umræðu um ástand á íbúðamarkaði er lokið. Mér fannst meirihlutinn halda því fram að þau hefðu gert allt voðalega mikið rétt í þessum málum. Ég var ekki alveg viss og skrapp í talnagrunn Hagstofunnar. Valdi sveitarfélögin í kring og skoðaði íbúaþróun nágrannasveitarfélaganna og nokkurra valinna. Athyglisverðar niðurstöður. Ég hef alltaf verið sérstakur áhugamaður um svona tölur, mér finnst þær segja sannleikann með svo hreinum, tærum og skýrum hætti. Niðurstaðan er að Reykjavík er ekki í fremstu röð. Því miður.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: