- Advertisement -

Reykjavík safarí – kvöldganga með leiðsögn á mörgum tungumálum

Menning Menningarlífið í miðborginni kynnt á íslensku, ensku, pólsku, víetnömsku, arabísku og frönsku

 Fimmtudagskvöldið 3. júlí verður boðið upp á kvöldgöngur í miðbæ Reykjavíkur á sex tungumálum þar sem menningarlífið og menningarstofnanir í miðborginni eru kynntar. Bent er á leikhús, styttur bæjarins og aðra menningar- og sögutengda staði og staldrað við á nokkrum menningarstofnunum Reykjavíkur. Göngurnar eru hugsaðar fyrir íbúa af erlendum uppruna og aðra nýja íbúa borgarinnar en ferðamenn og allir aðrir eru hjartanlega velkomnir.

Gestir geta valið leiðsögn á einhverju ofangreindu tungumáli en í lok göngu hittast síðan allir hóparnir í aðalsafni Borgarbókasafns og þar verður boðið upp á hressingu og skemmtun frá Sirkus Íslands. Fimleikadúett leikur listir sínar og býður þeim sem þora að taka þátt. Lagt er upp frá Grófarhúsi, aðalsafni Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15 kl. 20. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun að þessu sinni leiða Reykjavík Safarí af stað. Göngurnar taka um klukkustund og dagskránni í Grófarhúsi lýkur um kl. 22.

Þetta er sjöunda sumarið sem boðið er upp á göngur af þessu tagi en þær eru hluti af kvöldgöngudagskrá menningarstofnana Reykjavíkurborgar undir heitinu Kvöldgöngur. Að þessari göngu standa Borgarbókasafn, Listasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur svo og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: