- Advertisement -

Reykvísk börn sæta grófum heilaþvotti

„Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum langsóttu samsærisfullyrðingum fulltrúa Miðflokksins.“

„Hér er um grófan heilaþvott að ræða á ólögráða börnum. Borið hefur verið við að þetta „verkefni“ væri framhald á mótmælunum sem áttu sér stað í vetur þegar ólögráða börn sem hafa skólaskyldu samkvæmt lögum mættu á Austurvöll.“

Það er Vigdís Hauksdóttir sem bókaði þetta í borgarráði í gær. Tilefnið er: „Inngrip Reykjavíkurborgar í sumarvinnu ólögráða barna í Vinnuskólanum þar sem þeim var „boðið“ að taka þátt í mótmælum og gerð mótmælaspjalda er eins og í verstu lygasögu. Vinnuskólinn er kominn langt, langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk. Nú þegar hefur málinu verið vísað til umboðsmanns barna. Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði hafa einnig vísað til félagsmálaráðuneytisins sem fer með málefni barna til úrskurðar um lögmæti aktívistaaðgerða Vinnuskólans.

Vigdís vitnar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; „…segir að aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Leikar æsast innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Ásakanir og hörð viðbrögð við þeim eru áberandi þegar borgarfulltrúar mæta til starfa að loknu sumarfríi.

„Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum langsóttu samsærisfullyrðingum fulltrúa Miðflokksins,“ segja fulltrúar meirihlutans-; „…um heilaþvott og pólitísk afskipti af námskrá og viðfangsefnum Vinnuskólans enda er það í hæsta máta einkennilegt að kjörnir fulltrúar séu að handstýra og hafa óeðlileg afskipti af störfum starfsfólks borgarinnar sem er ráðið vegna sérþekkingar sinnar og út frá faglegum forsendum, eins og Miðflokkurinn virðist samt vilja gera.“

„Þessar aðgerðir Vinnuskólans nú eru pólitískt drifnar og þær voru ekki lagðar fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð. Embættismenn borgarinnar hafa enn og aftur blandað sér í stjórnmálin. Ekkert, nákvæmlega ekkert réttlætir það að Vinnuskólinn standi fyrir því að kenna börnum að gera mótmælaspjöld og leiða þau í kröfugöngu,“ segir Vigdís og gefur sig hvergi.

„Borgarráðsfulltrúar meirihlutans treysta því að borgarstarfsmenn sinni störfum sínum af alúð og heilindum og leggja áherslu á að tryggja sjálfstæði þeirra og að starfsfólki sé ekki ógnað af ritskoðunartilburðum og óeðlilegum afskiptum kjörinna fulltrúa,“ segir meirihlutinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: