- Advertisement -

Riðan, ráðherrann og bændurnir

Bergþór Ólason.
Skjáskot: Kastljós.

„Í október síðastliðinn, árið 2020, kom upp riða á nokkrum bæjum í Skagafirði, nánar tiltekið í Akrahreppi, og var skorið niður þar á mánuði síðan í nóvember. Nú er staðan enn sú að samningar við þessa bændur eru ófrágengnir,“ sagði Bergþór Ólason Miðflokki.

Hann benti á hversu langan tíma hefur tekið að ganga frá samningum vegna þessa.

„Nú er liðið á sjötta mánuð síðan sú staða var uppi þar.“

…ég er ekki á þeim stað núna að geta fullyrt um að verkum verði lokið þá.

Staðan er sú að samningar eru langt komnir eftir mínum upplýsingum, sagði Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra.

„Við munum fá sérstakan starfsmann inn í ráðuneytið til að sinna þessum málum sérstaklega og yfirfara allt verklag, m.a. með tilliti til þeirra nýju viðfangsefna sem borið hafa uppi. Yfirdýralæknir kemur vonandi í ráðuneytið í næstu viku til að taka þetta allt í gegn,“ sagði ráðherrann.

„Ég þekki ekki nákvæmlega stöðuna á samningunum en ég veit þó að skjöl hafa gengið á milli, drög að samningum og annað því um líkt, þar sem menn skiptast á áherslum varðandi endanlegan frágang,“ sagði Kristján Þór.

Hver er staðan á endurskoðun reglugerðar varðandi þessi mál sem ráðherra hefur lýst yfir að sé yfirvofandi? Það var í frétt á vef ráðuneytisins 11. nóvember 2020, fyrir réttum fjórum mánuðum síðan, þar sem segir, með leyfi forseta:

Bergþór var ekki hættur: „ Telur ráðherrann að það sé raunhæft að þetta verkefni klárist fyrir um mitt ár þannig að það verði tryggilega búið á þessu kjörtímabili?“

„Varðandi það hversu vel okkur mun ganga að vinna þetta, þá vona ég að við getum verið með einhverja þætti málsins á hreinu um mitt þetta ár, en ég er ekki á þeim stað núna að geta fullyrt um að verkum verði lokið þá, langur vegur frá. En ég hef lagt á það mikla áherslu í samtölum mínum við bændur og lagt áherslu á samráð við bændur. Sömuleiðis hef ég lagt á það áherslu í samskiptum mínum við Matvælastofnun að þessum málum verði lokið eins fljótt og kostur er og sú áhersla stendur. En því miður ekki gengið hraðar en raun ber vitni,“ sagði Kristján Þór.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: