- Advertisement -

Ríka fólkið í forgang – Sanna mótmælir

Sanna ósátt við að efnahagur verði látinn ráða.

„Ég get ekki stutt framkomna tillögu að úthlutunarskilmálum vegna reita 1-3 í Skerjafirði en þeir gera ráð fyrir að efnahagsleg staða ráði eingöngu hverjir fái byggingarrétt,“ bókaði, Sanna Magdalena Mörtudóttir, í borgarráði í gær.

„Að mínu mati er réttlátara að dregið sé úr lóðarumsóknum enda sitja þá allir áhugasamir við sama borð, án tillits til fjárhagslegrar stöðu. Varðandi þá reiti sem ætlaðir eru til stærri verktaka vill Sósíalistaflokkurinn leggja áherslu á að þau séu frekar boðin til óhagnaðardrifinna félaga eða að samvinnufélögum sé gert kleift að kaupa þá.“

Sanna hafði fleira við þetta að athuga: „Einnig er Sósíalistaflokkurinn þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg ætti að temja sér þá vinnureglu að bjóða óhagnaðardrifnum félögum og samvinnufélögum lóðir áður en einkarekin fyrirtæki fái að komast að borðinu. Sósíalistaflokkurinn vill leggja áherslu á að lóðirnar fyrir hagkvæmt húsnæði fari ekki til hagnaðardrifinna leigufélaga þótt þar séu varnaglar fyrir hækkun leigu þar sem við viljum ekki auka veg þessara fyrirtækja. Sósíalistaflokkurinn vill einnig enn og aftur ítreka að Reykjavíkurborg ætti sjálf að byggja til þess koma t.d. þeim um 900 einstaklingum sem bíða eftir félagslegu húsnæði í öruggt skjól.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: