- Advertisement -

Ríkið framleiðir lyfjafíkla

Það er skelfilegt þegar maður er kominn í 20 töflur á dag og töflur við aukaverkunum af töflum.

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Mynd: ruv.is.

„Í fréttum í síðastliðnum mánuði kemur fram að 1.000 manns eru enn á biðlista eftir bæklunaraðgerðum. Þegar fólk hefur verið á biðlista eftir bæklunaraðgerðum í þrjá mánuði á það að hringja viðvörunarbjöllum. Þegar fólk hefur verið á biðlista í sex mánuði eru hlutirnir farnir að vera slæmir. Þegar fólk hefur verið á biðlista í níu mánuði þá eru orðnar 90 prósentlíkur á því viðkomandi muni aldrei fara í vinnu aftur. Ef fólk er á biðlista í heilt ár og gleypir þúsundir verkjataflna er það grafalvarlegt mál. Þá er verið að búa til lyfjafíkla.“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi rétt í þessu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er ekki að fara með neitt fleipur vegna þess að ég þekki það af eigin reynslu. Það er skelfilegt þegar maður er kominn í 20 töflur á dag og töflur við aukaverkunum af töflum. Það er eitthvað að kerfi sem gerir svona hluti. Við erum á sama tíma að reyna að endurhæfa og búa til samráðshópa um endurhæfingu öryrkja. En ríkið er að framleiða lyfjafíkla. Ríkið er að framleiða öryrkja, fullvinnandi fólk sem kvartar undan því að það fái ekki aðgerðir, liðskiptaaðgerðir, augnsteinaaðgerðir, alls konar aðgerðir, sem það er á biðlista eftir. Það er grafalvarlegt mál,“ sagði hann.

„Ég vil spyrja viðkomandi ráðherra: Hvað margir, og er fylgst með því hvernig lyfjagjöf er hjá þeim sem eru á biðlista í þrjá mánuði, sex mánuði, ár, tvö ár, þrjú ár? Er einhver forgangsröðun? Er verið að fylgjast með því hverjir eru í bráðri þörf fyrir aðgerðir? Síðan er hitt. Hversu margir missa vinnu og detta út af vinnumarkaði vegna þess að þeir fá ekki þær aðgerðir sem þeir þurfa í tíma? Eru engar skrár um það? Er ekkert fylgst með því?“

Svandís: „Hins vegar er mikið áhyggjuefni hvað fjölgar mikið á biðlistunum.“

Svandís Svavarsdóttir sagði mikinn árangur hafa náðst. En samt: „Hins vegar er mikið áhyggjuefni hvað fjölgar mikið á biðlistunum. Það er augljóst að það verður að ná betur utan um biðlista í liðskiptum þannig að við höfum heildaryfirsýn yfir það hversu margir eru þar, hversu lengi þeir hafa þurft að bíða og hverjar ástæðurnar eru fyrir því.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: