- Advertisement -

Ríkið gefur eftir 17 milljarða skattaskuldir

Við köllum eftir upplýsingum.

Birgir Þórarinsson og Willum Þór Þórsson.

„Ég hjó eftir því að hann nefndi það sérstaklega að einfalda skattkerfið. En nú er ríkisstjórnin að fara að flækja það frekar með því að bæta við skattþrepi. Það segir einnig í frumvarpinu á einum stað, frú forseti, að það eru afskrifaðir áður tekjufærðir skattar upp á 17 milljarða króna. Þetta er gríðarlega há upphæð og fróðlegt væri að vita hvort háttvirtur þingmaður hefði vitneskju um það hvers lags skattar þetta væru að meginstofni til,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki og beindi orðum sínum að Willum Þór Þórsson Framsóknarflokki og formanni fjárlaganefndar.

„Ég held að skattkröfurnar sem er verið að fella niður, 17 milljarðar, gefi kannski sterkari vísbendingar en þær áætlanir sem við erum að horfa á og sýna mun hærri tölur um það sem við erum að fara á mis við í skattheimtunni,“ sagði Willum Þór. „Ég hef ekki nákvæma sundurliðun á þeirri fjárhæð en það er eitt af verkefnum okkar í fjárlaganefnd að kalla eftir minnisblöðum þegar við viljum fá nánari upplýsingar um ákveðnar stærðir eins og þessa. Ég skrái það bara hjá mér, ég held að áður en ég fer að gefa mér eitthvað í því efni sé það skynsamlegasta leiðin. Við köllum eftir þeim upplýsingum. Maður gæti auðvitað gert sér í hugarlund hvers konar skattkröfur það eru sem hér falla niður.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: