- Advertisement -

Ríkið hljóp frá eigin ákvörðun


Sett voru fram háleit og mikilvæg markmið um betrun fanga en því fylgdi aldrei nauðsynlegt fjármagn.

„Það er kannski dálítið dæmigert fyrir það hvernig við störfum stundum. Sett voru fram háleit og mikilvæg markmið um betrun fanga en því fylgdi aldrei nauðsynlegt fjármagn og þá var brugðið til þess ráðs að afnema einfaldlega skylduna í lögum í stað þess að fjármagna verkefnið. Tilgangur þessarar þingsályktunartillögu er einmitt að reyna að snúa aftur til upprunalegrar áætlunar og að mótuð verði heildstæð stefna, betrunaráætlun, og ekki er síður mikilvægt að slíkri stefnu verði þá tryggt nauðsynlegt fjármagn,“ sagði Þorsteinn Víglundsson í þingræðu þegar hann fylgdi eftir tillögu sinni um betrun fanga.

Líneik Anna Sævarsdóttir tók einnig til máls og sagði meðal annars: „Heildstæð betrunarstefna í fangelsismálum er brýnt mál fyrir okkur öll og skiptir miklu fyrir almannaheill því að stuðningur við hvern og einn til að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög mikilvægur. En ég er hins vegar ekki sannfærð um að samasemmerki sé á milli heildstæðrar betrunarstefnu og nauðsynjar á einstaklingsáætlun fyrir hvern og einn.“

Það er bara það. Einstakt innlegg hjá þingmanni Framsóknar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: