- Advertisement -

Ríkið níðist á fátækasta fólkinu

Á uppseldu Íslandi er það orðið lausn að henda einni fjölskyldu á götuna til að bjarga annarri fjölskyldu um húsnæði og það er ríkið sem er sökudólgurinn.

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Guðmundur Ingi Kristjánsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hélt kraftmikla ræðu á Alþingi í gær:

„Er það ekki fjárhagslegt ofbeldi af verstu gerð að leigusali segi leigjendum sínum að ef þeir borga ekki tugþúsundahækkun á leigunni verði þeim sagt upp, að viðkomandi verði að borga í leigu meira en útborguð lífeyrislaun hans eru, sem allir heilvita menn vita að gengur ekki upp? Hvaða snillingur fann upp að það væri lausn á húsnæðisvanda þeirra verst settu í kerfinu að hækka leigu það mikið að viðkomandi leigjandi eigi ekki möguleika á að borga hana og því verði hann að segja viðkomandi upp leigunni og leigja ríkinu íbúðina? Á uppseldu Íslandi er það orðið lausn að henda einni fjölskyldu á götuna til að bjarga annarri fjölskyldu um húsnæði og það er ríkið sem er sökudólgurinn. Hvað eru margir í okkar ríka samfélagi sem standa frammi fyrir þessu ofbeldi? Hvað hafa margir gripið til þess ráðs að sleppa úr máltíðum vegna sífellt hækkandi húsnæðis- og framfærslukostnaðar og eiga enga möguleika á að innbyrða holla fæðu?“

Guðmundur Ingi var hvergi nærri hættur:

„Og að gefnu tilefni, virðulegur forseti, hvenær ætlar ríkisstjórnin að hætta að skatta fátækt?“

Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Ríkisstjórnin er ekki með nokkra áætlun til stuðnings þeim sem glíma við að reyna að ná endum saman og að tryggja að börn þeirra verði ekki skilin eftir í svelti og sárafátækt. Verðbólgan er í 10% og þeir verst settu í okkar ríka samfélagi ná engan veginn endum saman og verða að leita til hjálparsamtaka til að sjá sér og sínum börnum fyrir matargjöfum til að svelta ekki. Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hefur vísvitandi brotið lög um almannatryggingar er þær spá fyrir um meðaltal launahækkana fram í tímann samkvæmt 69. gr., spá alltaf viljandi mun lægri hækkun en raunveruleg hækkun verður. Þó að það komi fram í lok ársins að það sé röng spá þá er hún aldrei leiðrétt. Þetta er ólögleg kjaragliðnun og ekkert annað en brot á stjórnarskrá og lögum um almannatryggingar. Hér er ein furðuleg mýta sem ekki er sagt frá, ríkisstjórnin eða TR, að þeir verst settu, öryrkjar sem hafa örorkumat frá 18 ára aldri, hafa engin frítekjumörk af fyrstu 100.000 kr. í laun því sérstaka uppbótin skerðir þannig að það skilar 20.000 kr., 80.000 kr. fara í skatt og skerðingar sem eru ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi.“

Og hann endaði svona:

„Og að gefnu tilefni, virðulegur forseti, hvenær ætlar ríkisstjórnin að hætta að skatta fátækt?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: