- Advertisement -

Ríkið tekur árlega 625 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Ellert spurði ráðherra meðal annars um sjálftöku ríkisins úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

„Samkvæmt fyrrnefndu bráðabirgðaákvæði hefur Framkvæmdasjóði aldraðra verið heimilt að verja fé úr sjóðnum til þess að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða frá árinu 2011. Undanfarin ár hefur þessi upphæð numið 625 millj. kr. á ári og enn er gert ráð fyrir að notkun þessa ákvæðis fyrir árið 2019,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þegar hún svaraði fyrirspurn Ellerts B. Schram.

Ráðherra sagði líka: „Ríkur vilji er til þess að létta þessum kostnaði af Framkvæmdasjóði aldraðra en tryggja þarf þá sambærilegt fjármagn í fjárlögum til reksturs hjúkrunarrýma.“

Ellert spurði hvort breyta ætti heimild til að taka peninga úr sjóðnum til reksturs, en sá er í raun ekki tilgangur Framkvæmdasjóðsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ellert spurði líka: „Til hvaða aðgerða telur ráðherra brýnt að grípa á næstu missirum í ljósi hækkandi hlutfalls aldraðra á Íslandi á komandi árum sem kallar á mörg verkefni af hálfu hins opinbera?“

Í svari Svandísar segir meðal annars: „Markmið ráðherra er að veita fólki þjónustu í samræmi við þarfir hverju sinni og á viðeigandi þjónustustigi. Áhersla er lögð á að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili með stuðningi og þeirri heilbrigðisþjónustu sem einstaklingurinn þarf á að halda. Til að halda heilsu sem lengst og geta lifað sjálfstæðu lífi skiptir miklu að hvetja fólk til ábyrgðar og hollra lífshátta svo fyrirbyggja megi og seinka sjúkdómum og færnitapi ef þess er nokkur kostur.“

Hér er hægt að lesa fyrirspurnina í heild sinni.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: