- Advertisement -

Ríkir sleppa við skerðingarnar

Hvernig í ósköpunum getum við tekið lífeyrissjóð, 60.000 kr., frá tveimur öryrkjum til að gefa einum hátekjumanni?

„Í gær fór fram umræða og andsvör sem virðulegur forseti tók þátt í og með leyfi forseta ætla ég að lesa orðrétt það sem hann sagði í andsvari:

„Ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar.““ Það var Guðmundur Ingi Kristinsson sem mælti þetta í þingræðu fyrir augnabliki. Greinilega ósáttur við forsta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon.

„Ég er einn af þeim sem eru í þeim samtökum. Ég er í stjórn landssambands hreyfihamlaða, ég var varamaður í stjórn Öryrkjabandalags Íslands, var í kjarahópi Öryrkjabandalags Íslands, ég er í Sjálfsbjörg Reykjavík og við höfum barist þar með kjafti og klóm fyrir einmitt þeim sem verst hafa það. Og hverjir hafa það verst hérna og mest skítt? Það eru þeir sem eru með búsetuskerðingar, sem umboðsmaður Alþingis benti á fyrir ári að væru ólöglegar. Er verið að gera eitthvað fyrir það fólk í boði þessarar ríkisstjórnar? Nei.

Síðan er annað í því sem er algjörlega ólíðandi, að fólk sem fær 60.000 kr. úr lífeyrissjóði fær núll. Það er verið að færa lífeyrissjóð þeirra til þess að borga öðrum innan kerfisins. Á sama tíma ver ríkisstjórninn hálfan á móti hálfum lífeyri sem gefur mönnum með milljón í tekjur á mánuði, milljón í fjármagnstekjur, 124.000 eða 155.000, í boði skerðingarlaust. Hvernig í ósköpunum getum við tekið lífeyrissjóð, 60.000 kr., frá tveimur öryrkjum til að gefa einum hátekjumanni? Ef þið svarið því hljótið þið að geta varið það líka, af því að á einhvern hátt hafið þið komið því á og á einhvern hátt ætlið þið að verja þetta og segja að það sé rétt gefið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: