- Advertisement -

Ríkisstjórn Jóhönnu þverbraut reglur

„Ef við skoðum hinn almenna launamann efast ég um að staða hans sé betri en hún var í hruninu. Við lögfræðingar höfum séð, alveg frá árinu 2008, að allar þæ aðgerðir sem áttu að miða að því að létta á skuldum heimila og fyrirtækja hafa mistekist. Það er alltof mikil skuldsetning á öllum á Íslandi. Það er vegna þess að ríkisstjórnin, sem sat síðast, hún þverbraut reglur sem voru settar með neyðarlögunum og voru settar með lögum 2009 sem miðuðu að því að endurreisa heimili og fyrirtæki á skjótan hátt,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

„Ég og skjólstæðingur minn höfum fengið mat á lánasafni, sem var flutt frá Kaupþingi yfir til Arionbanka, og þar sjáum við hvað niðurfærslan var mikil á einstök fyrirtæki, sjáum þar nöfn fyrirtækjanna. Við erum líka búnir að sjá heildarniðurfærsluna í Landsbankanum í prósentum. Í lögum sem sett voru í október 2009 var gert ráð fyrir að þetta yrði grunnurinn að samingum við einstaklinga og lögaðila. Það hefur ekki gengið eftir, heldur hafa bankarnir gengið mjög hart fram í því að innheimta þessi lán að fullu. Þar liggur vandinn.“

En hver var niðurfærslan?

„Við sáum að í niðurfærslan, frá Kaupþingi yfir í Arionbanka, var frá tíu prósentum og allt að fimmtíu prósentum. Sum þessara fyrirtækja voru keyrð í þrot til að ná af þeim eignunum, til dæmis tilað borga skuld þrotabúss Kaupsþings við Arionbanka. Þrotabúið var í skuld við bankann. Til að borga þá skuld voru teknar eignir af fyrirtækjum og seldar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Má skilja þig þannig, hefðu fyrirtækin fengið sjálf að njóta niðurfellingana, hefðu þau þá lifað?

„Þau hefðu gert það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: