- Advertisement -

Ríkisstjórn talar mikið en gerir lítið

Jón Steindór Valldimarsson.

„Stundum er sagt: Verkin tala. Það á a.m.k. ekki við um ríkisstjórnina þegar opinberar fjárfestingar eru annars vegar. Samkvæmt nýjum gögnum frá Hagstofu Íslands hefur opinber fjárfesting dregist saman um 9,3% á árinu 2020. Það er annað árið í röð sem opinberar fjárfestingar dragast saman, en samdrátturinn var 10,8% árið 2019. Þetta vekur nokkra furðu miðað við orð ríkisstjórnarinnar, orðin sem ekki hafa orðið að verkum. Það liggur fyrir samkvæmt þessum gögnum að búið er að tala meira en gera,“ sagði Jón Steindót Valdimarsson Viðreisn á Alþingi.

„Það liggur líka fyrir að framkvæmdarvaldið er algjörlega óundirbúið undir það að setja af stað framkvæmdir og fjárfestingar á þeim tíma sem það er nauðsynlegast vegna þess að einmitt á þessum sama tíma hafa fjárfestingar atvinnuveganna dregist verulega mikið saman. Það blandast engum hugur um að verkefnin eru víða. Það sýna nýjar skýrslur, svo sem frá Samtökum iðnaðarins, um nauðsyn nýframkvæmda, en ekki síður viðhalds af ýmsu tagi. Því miður verður það trúlega þannig að meginþungi framkvæmda og opinberra fjárfestinga verður á þeim tíma þar sem viðspyrna almenns atvinnulífs er að fara í fullan gang og mun það þess vegna hafa öfug áhrif á íslenskt efnahagslíf.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: