- Advertisement -

Ríkisstjórnin beygir sig undir Trump

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mun kynna enn aukin framlög til varnarmála.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Framlag á fjárlögum 2019 til Samstarfs um öryggis- og varnarmál, eins og liðurinn heitir, er 2,2 milljarður króna. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu ársins 2018. Donald Trump telur okkur því líklega skulda Nató 54 milljarða króna árlega og það er stefna ríkisstjórnar hans að ná því af okkur; þessa dagana er það helsta erindi ráðamanna í Washington við Evrópuþjóðir. Mike Pompeo bar þessi skilaboð og nafni hans Pence mun ítreka þau; ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mun kynna enn aukin framlög til varnarmála í næstu fjárlögum. Hún er undir hælnum á þessum mönnum. Það er stefna ríkisstjórnarinnar, að beygja sig undir stefnu Trump í utanríkismálum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: