- Advertisement -

Ríkisstjórnin horfir bara á

ALÞINGI „Við erum sem sagt áfram í þensluverðbólgu á næsta ári og jafnvel árið 2025, með 9,25% vexti,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, eftir að hann var búinn að telja upp slæmar staðreyndir í efnahagsmálum.

„Hvað gerir ríkisstjórnin? Ekki neitt. Hún er alger áhorfandi að þessu sjónarspili sem við erum að horfa upp á og mun bitna á húsnæðislántakendum í samfélaginu sem munu sennilega þurfa að selja húsnæðið sitt. Það er ekkert verið að gera til að taka á verðbólgunni. Jú, það kemur gistináttaskattur upp á 300 kr. á nótt á fimm stjörnu hótel og líka 300 kr. á tjaldstæði í landinu. Má taka sem dæmi að ferðaþjónustan er með lægra virðisaukaskattsstig en aðrar atvinnugreinar í landinu. Þetta sýnir það að við erum ekki að horfa fram á bjartari tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það sjáum við líka í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar fyrir 2. umræðu fjárlaga og í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum,“ sagði Eyjólfur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: