- Advertisement -

Ríkisstjórnin fallin

Gunnar Smári skrifar:

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínum fyrir Stöð 2. Ástæðan er fyrst og fremst innkoma Sósíalista og að Flokkur fólksins rétt hangir inn á þingi.

Ef Flokkur fólksins fengi engan þingmann, fengi 4,9%, þá myndi ríkisstjórnin taka alla þrjá þingmennina og halda við það velli. Fólk sem er að íhuga að kjósa Flokk fólksins getur því bæði fellt stjórnina og tryggt henni framhaldslíf, ef veðmálið gengur ekki upp og of fáir kjósa flokkinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Breytingar á fylgi flokkanna frá fyrri könnun eru innan skekkjumarka. Innan þeirra dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins aðeins og Miðflokkur og Sósíalistar bæta við sig. Aðrir flokkar eru nánast með það sama og síðast.

Í þingmönnum talið er niðurstaðan þessi (innan sviga er breyting frá núverandi þingmannafjölda, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórnin:

 • Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
 • VG: 9 þingmenn (óbreytt)
 • Framsókn: 7 þingmenn (–1)


Ríkisstjórnin alls: 30 þingmenn (–3)

Stjórnarandstaða I  (hin svokallaða frjálslynda miðja):Samfylkingin: 8 þingmenn (óbreytt)

 • Viðreisn: 8 þingmenn (+4)
 • Píratar: 7 þingmenn (óbreytt)


Stjórnarandstaða I: 23 þingmaður (+4)

Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

 • Miðflokkurinn: 4 þingmenn (–5)
 • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (+1)


Stjórnarandstaða II: 7 þingmenn (–4)

Stjórnarandstaða III, utan þings:


Sósíalistaflokkurinn:

3 þingmenn (+3)

Þetta mætti stytta í að hin frjálslynda miðja á þinginu taki fjóra þingmenn af ný-hægrinu í stjórnarandstöðu og sósíalistar taki þrjá þingmenn af ríkisstjórninni.

Breytingarnar frá kosningum 2017 eru merkilega litlar. Annað hvort eru fátt fólk að hugsa um pólitík og kosningar eða að fólk er fast við sína ættbálka. Nettósveifla upp á um 13 prósentustig er eiginlega hlægilega lítið.

Flokkar sem bæta við sig:

 • Sósíalistaflokkurinn: +5,5 prósentustig
 • Viðreisn: +5,5 prósentustig

Flokkar sem standa í stað:

 • Píratar: +1,7 prósentustig
 • Framsókn: +0,5 prósentustig
 • Samfylkingin: +0,4 prósentustig
 • Flokkur fólksins: –1,9 prósentustig

Flokkar sem tapa fylgi:

 • VG: –2,5 prósentustig
 • Sjálfstæðisflokkur: –3,9 prósentustig
 • Miðflokkurinn: – 4,1 prósentustig

Hvað merkir þetta? Sósíalistar vaxa vinstra meginn og Viðreisn hægra megin. Miðflokkurinn og kjarnaflokkar ríkisstjórnarinnar eru að tapa hægra megin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: