- Advertisement -

Ríkisstjórnin leggur áherslu á aukin útgjöld og nýjar stofnanir

„Opinberum starfsmönnum hefur á síðasta kjörtímabili fjölgað um 9.000. Á sama tíma hefur starfsmönnum í einkageiranum fækkað um álíka háa tölu.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:
„Svoleiðis að hvort sem litið er til fjölgunar stofnana, nýrra verkefna, flóknara regluverks eða annarra þeirra þátta sem hafa áhrif á rekstur ríkisins hefur hallað undan fæti alla tíð þessarar ríkisstjórnar og það þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið með fjármálaráðuneytið allan þann tíma og raunar töluvert lengur,“

„Þegar þessi ríkisstjórn eftir kosningar kynnti þingmálaskrá sína og stefnuskrá, stjórnarsáttmála, var ekki að finna mikla áherslu á að spara, fara vel með fjármuni almennings. Áherslan var á aukin útgjöld og nýjar stofnanir. Þetta kallar á inngrip af hálfu Alþingis,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann mælti fyrir tillögu sinni og Borgþórs Ólasonar.

„En þessi þingsályktunartillaga er sett fram með þeim hætti að ríkisstjórninni verði falið ákveðið verkefni, m.a. að líta til þeirrar vinnu sem þegar hafði farið fram og birtist 2014, eins og ég nefndi. En við vonumst til þess að með því að leyfa ríkisstjórninni að klára þetta og útfæra þá verði hún frekar fáanleg til að fallast á það og ekki veitir af.“

Sigmundur Davíð hélt áfram:

„Opinberum starfsmönnum hefur á síðasta kjörtímabili fjölgað um 9.000. Á sama tíma hefur starfsmönnum í einkageiranum fækkað um álíka háa tölu. Opinberir starfsmenn eru margir hverjir og líklega flestir hverjir mjög mikilvægir, gegna mjög mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. En það má ekki slíta hlutina úr samhengi, því að það þarf skattgreiðslur. Það þarf verðmætasköpun einkageirans til að við getum staðið undir opinbera kerfinu, m.a. staðið undir því að greiða opinberum starfsmönnum laun en þeir nálgast það nú að vera þriðjungur starfandi fólks á Íslandi. Svoleiðis að hvort sem litið er til fjölgunar stofnana, nýrra verkefna, flóknara regluverks eða annarra þeirra þátta sem hafa áhrif á rekstur ríkisins hefur hallað undan fæti alla tíð þessarar ríkisstjórnar og það þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið með fjármálaráðuneytið allan þann tíma og raunar töluvert lengur,“ sagði formaður Miðflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: