- Advertisement -

Ríkisstjórnin ofbýður Þuríði Hörpu

Einu sinni var fötluðu og gömlu fólki fleygt fram af björgum til að spara.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, spyr hvað stjórnvöldum gangi til.

„Mér er brugðið eiginlega alveg ofboðið. Fréttirnar segja ríkisstjórnina ætla að spara, frysta það fjármagn sem ætti annars að renna til sveitarfélaga og búið var að gera ráð fyrir.

Fjölmennasta sveitarfélagið er Reykjavík og sagði borgarstjórinn að þessi frysting/sparnaður ríkisins myndi fyrst og fremst koma niður á fötluðu fólki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað í ósköpunum gengur að stjórnvöldum, hvað gengur þeim til? Er það í alvöru eðlilegt ástand í okkar ríka landi að fatlað fólk=öryrkjar sé látið skrapa botninn. Ekki bara að örorkulífeyrir frá TR sé svo lág upphæð að fólk nær alls ekki endum saman af henni heldur eigi að draga úr allri þjónustu við fatlað fólk líka hjá sveitarfélögunum.

Er þetta nútíma úrræðið? Einu sinni var fötluðu og gömlu fólki fleygt fram af björgum til að spara. Hvert eru stjórnvöld að stefna með fatlað og langveikt fólk á Íslandi? Það er alla vega ljóst að við þurfum að passa sérlega vel upp á nýfengið frelsi sem er NPA.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: