- Advertisement -

Ríkisstjórnin sneið sér spennitreyju

„Ekki er við þingið að sakast að fjármálaráðherrann hafi ekki kynnt nýja stefnu heldur vandræðagangur ríkisstjórnarinnar.“

„Við bíðum enn á síðustu dögum þingsins eftir nýrri fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og breyttri áætlun í ríkisfjármálum þar sem brugðist er við verri hagspá, samdrætti í ferðaþjónustu og loðnubresti. Ekki er við þingið að sakast að fjármálaráðherrann hafi ekki kynnt nýja stefnu heldur vandræðagangur ríkisstjórnarinnar sem fékk stjórnarmeirihlutann til að samþykkja algjörlega óraunhæfa fjármálastefnu fyrir rúmu ári. Samfylkingin gagnrýndi þá stefnu harðlega en ríkisstjórnin hlustaði ekki á varnaðarorðin,“ sagði meðal annars í ræðu Oddnýjar Harðardóttur, á Alþingi í gærkvöld.

„Látum það nú vera þótt stjórnarliðar fari ekki að ráðum okkar jafnaðarmanna,“ sagði hún næst og hélt áfram:

„Þau hunsuðu líka gagnrýni fjármálaráðs sem benti þeim á með skýrum orðum að með stefnunni væri ríkisstjórnin að sníða sér spennitreyju í ríkisfjármálum og þau yrðu annaðhvort að skera niður útgjöld eða hækka skatta í niðursveiflu. Ríkisstjórn sem hvorki getur komið sér saman um niðurskurð né tekjuöflun grípur til þess ráðs að leggja fram nýja stefnu og fer um leið gegn lögum um opinber fjármál. Óábyrg stefna í ríkisfjármálum bitnar alltaf á almenningi sem ber kostnaðinn af gjörðum stjórnmálamanna sem eru ekki færir um að horfa út fyrir kjörtímabilið heldur marka stefnu sem heldur ekki vatni og er óframkvæmanleg nokkrum mánuðum eftir samþykkt hennar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: