- Advertisement -

Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á því ástandi sem hér er og verja heimilin

,,Ég furða mig á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilunum í landinu í því ástandi sem nú er.,” sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins.

,,Við erum búin að ræða þetta hér aftur og aftur. Ég er búin að leggja fram, og Flokkur fólksins, fjölda frumvarpa, m.a. um frystingu á vísitölu á verðtryggingu á lánum og leigu bara þetta ár. Það átti að gilda, og hefði þurft að vera, frá 1. janúar. Ef við erum heppin og náum þessu út úr nefnd, það þarf greinilega aflsmuni til, þá næst það kannski frá 1. apríl. Skaðinn er þegar skeður. Við erum búin að tala fyrir húsnæðisliðnum og vísitölunni. Af hverju er húsnæðisliðurinn yfirleitt í vísitölunni? Húsnæði er ekki neysluvara, á engan hátt. Það er engin leið að skilgreina húsnæði þannig. Það myndi muna 2 prósent á verðbólgunni ef vísitalan án húsnæðisliðar væri notuð. Hún er til, hún er til hjá Hagstofunni. Ríkisstjórnin verður að fara að taka ábyrgð á því ástandi sem hér er og verja heimilin.”


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: