- Advertisement -

Ríkisstjórninni er nánast ómögulegt að framkvæma nokkurn hlut skammlaust

Gunnar Smári skrifar:

Hér er dæmi um úrskurð um sóttkvíardvöl í Bandaríkjunum sem fólk fær í hendur. Þarna er lagagrundvellinum fyrir frelsissviptingunni lýst og réttindi þeirra sem úrskurðuð eru í sóttkví útskýrð. Þetta er handtaka og er byggð á rétti stjórnvalda til að setja þau í sóttkví sem grunuð eru um að geta borið með sér sjúkdóm, sem fellur undir skilgreiningar sóttvarnarlaga um samfélagslega hættulegan. Fólk sem ekki sættir sig við þetta geta skotið úrskurðinum til dómsstóla.

Víðast um heim eru sambærileg lög og þau bandarísku um rétt stjórnvalda til að beita sóttkví til að hefta útbreiðslu sjúkdóma. Hvergi er slíkt talið brjóta mannréttindi því ferðafrelsi fólks víkur fyrir æðri rétti samfélagsins, réttinum til lífs.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru samdar í einangrun þar sem engin spyr neins og því koma út úr þeim illa hannaðar áætlanir og illa samin frumvörp sem standast hvorki skoðun né raunveruleika laga.

Mál þeirra sem kærðu sóttkví á Fosshótel snerist því ekki um grundvallarmannréttindi, hvort stjórnvöldum sé yfirhöfuð heimilt að frelsissvipta fólk undir þessum kringumstæðum. Dómur héraðsdóms snerist um að íslensk stjórnvöld hafa ekki sett lög sem heimila þetta, þvert á móti hafa þau nýlega sett sóttvarnarlög sem sérstaklega taka fram að þetta sé ekki heimilt, með því að skilgreina sóttvarnarhús svo að nauðungarvistun á sóttvarnarhóteli stenst ekki íslensk lög þótt hún standist lög, stjórnarskrár og mannréttindasáttmála um allan heim.

Eins og í svo mörgu hefur ríkisstjórnin sýnt að henni er nánast ómöguegt að framkvæma nokkurn hlut skammlaust. Hún hefur kynnt allskyns efnahagsaðgerðir sem síðar kemur í ljós að virka engan vegin og hafa lítil sem engin góð áhrif. Það er eins og það vanti inn í herbergin, þar sem ákvarðanir eru teknar, fólk sem spyr hvað muni gerast, hvað ef og ef svo er hvað muni þá gerast svo og hvað ef þetta gerist? Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru samdar í einangrun þar sem engin spyr neins og því koma út úr þeim illa hannaðar áætlanir og illa samin frumvörp sem standast hvorki skoðun né raunveruleika laga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: