- Advertisement -

Rök eða rökleysa Miðflokksins

„…fann meira af samhengislausu giski, hræðsluáróðri…“

Hallgrímur Óskarsson skrifar:

„Af því að maður á að kynna sér öll sjónarmið þá ákvað ég að reyna að finna einhver rök gegn orkupakkanum. Renndi hratt yfir sumt í ræðum Miðflokks-manna. Mér fannst erfitt að finna bein rök, en fann meira af samhengislausu giski, hræðsluáróðri, útúrsnúningi, sjálfhælni, orðhengilshætti, blindu þröngsýni, skrumi og frekju. Aldrei fannst mér þeir koma að kjarna máls og aldrei var talað af yfirsýn.

Hér fyrir neðan eru algengustu rökin sem nefnd eru hérumbil í annarri hverri ræðu þeirra. Mín niðurstaða er að ef það er eitthvað varhugavert við O3 þá eru Miðflokks-menn ákaflega slakir í að selja manni einhverjar slíkar hugmyndir. 
– – –
Ef við samþykkjum O3 þá hellist líka yfir Ísland hrátt kjöt og ógerilsneydd matvæli (barnaleg samlíking, röng rökleiðsla).
– – –
Af því að meðaljónar sem búa á Íslandi munu eiga erfiðara með að byggja sínar eigin virkjanir, þá verða kannski einhverjir stærri aðilar sem munu reyna það. Og hugsanlega erlendir (hræðsluáróðurinn „allt erlent er vont“ er gamaldags þröngsýni sem hindrar framfarir).
– – –
Miðflokks-mönnum finnst það ekki trúverðugt að fylgjendur O3 hafi sumir sett fram varnaðarorð fyrir mörgum árum en vilji ekki setja fram varnaðarorð nú (SDG sat sem forsætisráðherra í 1050 daga og hafði engin varnaðarorð um O3 allan þann tíma).
– – –
Af því að Evrópumarkaður er með 28 ríki og 500 milljónir íbúa en Ísland er bara 1 ríki með 0,34 milljónir íbúa þá hlýtur O3 að vera andstæður hagsmunum Íslands (mátti þá ekki innleiða sömu, lágu reiki-gjöldin fyrir íslenska síma, eins og gert var í fyrra, af því að 28 ríki og 500 milljónir voru búin að innleiða þann ábata fyrir almenning?).
– – –
Viljum ekki O3 af því hann er það sama og Icesave, að beygja sig fyrir evrópsku valdi, að standa ekki í lappirnar og berjast ekki fyrir hagsmunum Íslendinga (Íslendingar unnu ekkert í Icesave-málinu, þrotabú LÍ greiddi skuldina, rökvilla, ekkert í Icesave-málinu réttlætir orkupakka-málið).
– – –
Bjarni og Katrín eiga að hætta við O3 af því eitt einkenni góðra leiðtoga er að sætta sjónarmið (SDG sagði þegar hann var forsætisráðherra að það væri hans hlutverk að fara fram með eigin vilja þó að það væri andstætt þjóðinni).
– – –
PS. Jón Þór Ólafsson á mikið hrós skilið, hann er nær eini alþingismaðurinn sem hefur vakað um nætur og flutt andsvör gegn villandi málflutningi Miðflokks-manna.“

Skrifin eru fengin af Facebooksíðu Hallgríms.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: