- Advertisement -

Rússland er aumingi í samanburði við Sovét

Sovétríkin voru öflugt hagkerfi en þjófræði Rússlands er bölvaður aumingi efnahagslega.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Landsframleiðsla í Rússlandi er í dag tæplega 2% af heimsframleiðslunni. Til samanburðar er framleiðsla Bandaríkjanna rúm 24% af heimsframleiðslunni. Rússland er um 12,5 hluti Bandaríkjanna, eins og rétt rúmur helmingur af Kaliforníu. Rússland er á stærð við ¾ af Ítalíu, svo annar samanburður sé notaður. Á hátindi kalda stríðsins var landsframleiðsla Sovétríkjanna um umtalsverður hluti af heimsframleiðslunni og um 1/3 hluti af framleiðslu Bandaríkjanna. Og þar sem landsframleiðslan í Sovét jókst hraðar en Bandaríkjanna allt fram á miðjan sjöunda áratuginn var það ekki stærð hagkerfisins sem stjórninni í Washington stóð ógn af heldur miklu fremur vöxturinn, svipað og raunin hefur verið með Kína. Frá hruni Sovétríkjanna hefur landsframleiðsla í Bandaríkjunum vaxið um rúm 98% en framleiðslan undir dólgakapítalismanum í Rússlandi um aðeins tæp 22%. Og ástæðan er ekki aðeins sú djúpa kreppa sem kom strax eftir fall Sovétríkjanna; frá hruninu 2008 hefur framleiðslan í Bandaríkjunum vaxið 19,0% en í Rússlandi um 8,8%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Pútín stjórnar ekki niðurstöðum allra kosninga á Vesturlöndum.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef einhver vill halda því fram að Vesturlöndum standi ógn af Rússlandi, viðlíka og hættan af Sovétríkjunum átti að vera; þá eiga þær fullyrðingar sér enga stoð í raunveruleikanum. Sovétríkin voru öflugt hagkerfi en þjófræði Rússlands er bölvaður aumingi efnahagslega. Landsframleiðsla á mann er þar nú álíka og meðaltal heimsins. Á toppi kalda stríðsins var landsframleiðsla á mann þreföld á við heimsmeðaltalið.

Það er sem sé algjör óþarfi að fara í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli með bandaríska hernum til að verjast ógninni frá Rússlandi. Og Pútín stjórnar ekki niðurstöðum allra kosninga á Vesturlöndum til að koma þjónum sínum fyrir í ríkisstjórnum allra ríkja í okkar heimshluta. Það er bara ekki þannig.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: