- Advertisement -

RÚV, hótelstjórar en engar þernur

Og hverju á þessu uppstilling að skila; að Sólveig Anna vilji í verkfall en enginn annar?

Gunnar Smári skrifar:

Í gær úrskurðaði Félagsdómur verkfall herbergisþerna löglegt og af því voru sagðar fréttir á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Viðmælendur voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-stéttafélags, sem taldi verkfalla nauðsynlegt og jákvætt, og svo Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA-hótela, Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri á Hótel Holti, og Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sem öll voru á því að verkföll væru vond og óþörf

Þau töldu sig jafnvel geta talað fyrir hönd þernanna sem voru á leið í verkfall, að þær vildu það bara alls ekki. Öll tóku þau fram, með einum eða öðrum hætti, að þeim líkaði ekki viðbrögð Sólveigar Önnu við dómnum þegar hún sagðist hlakka til verkfallsins; létu sem þau væru að tala fyrir hönd alls almennings (engan hlakkar til verkfalla) í umvöndunum sínum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er þessi halli í framsetningu ekki skammarlegur? Ef rætt er við 3 hótelstjóra; hvers vegna er ekki rætt við eina hótelþernu? Er það vegna þess að RÚV kann ekki að tala við fólk utan valdaelítunnar, nema þá í Landanum eða þáttum Jóns Ársæls? Og hverju á þessu uppstilling að skila; að Sólveig Anna vilji í verkfall en enginn annar?


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: