- Advertisement -

Sættum okkur ekki við að vera notuð sem peð í leikjum valda og peninga-stéttarinnar

…fyrst ofur-arðrænd á vinnumarkaði og svo höfð að fíflum til að redda milljónkróna-mönnunum.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Í Markaðnum kemur fram að fáir einkafjárfestar eða fjárfestingarfélög ætli að skrá sig fyrir stórum upphæðum í hlutafjárútboði Icelandair sem hefst í dag. Hvers vegna? Vegna þess að áhættan er einfaldlega svo mikil. Icelandair hefur samkvæmt fréttinni biðlað til „fjöldamargra umsvifamikilla einkafjárfesta og forsvarsmanna fjárfestingafélaga að skuldbinda sig fyrir stórum fjárhæðum í útboðinu. Sú vinna hafði hins vegar enn ekki borið árangur síðla dags í gær, samkvæmt heimildum blaðsins.“ Ef niðurstaðan verður sú að stórkapítalistarnir og vellauðugir fjármagnseigendur taka ekki þátt vegna þess að þeir meta áhættuna of mikla en lífeyrir vinnuaflsins, t.d. lífeyrir minn og félaga minn af leikskólanum, verður notaður til að koma Icelandair og stjórnendum þess til bjargar er það ein stærsta móðgun sem ég hef orðið fyrir á lífsleiðinni. Það verður endanleg sönnun að ég og félagar mínir í stétt láglauna og verkafólks erum á endanum ekkert nema viðföng auðstéttarinnar; fyrst ofur-arðrænd á vinnumarkaði og svo höfð að fíflum til að redda milljónkróna-mönnunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alþingi er kannski með svo litla sjálfsvirðingu að það getur afhent lögbrjótum ríkisábyrgð og vernd. Ég er aftur á móti með mikla sjálfsvirðingu og sama má segja um félaga mína. Við munum ekki sætta okkur við að vera notuð sem peð í leikjum valda og peninga-stéttarinnar. Við höfum fyrir fengið nóg af slíku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: