- Advertisement -

Samsæri gegn almenningi

Stefán Ólafsson skrifaði:

Skipafélögin höfðu samráð um langt árabil um það að hækka verð á flutningi vara til landsins, umfram eðlilegt markaðsverð. Þetta var gert til að auka hagnað eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna.

Það bætti svo í verðbólguna sem rýrði kjör almennings. Síðan koma talsmenn fyrirtækjanna og heimta að launakjör almennings verði lækkuð – til að vinna á verðbólgunni.

Verðbólgan innanlands er þannig að stórum hluta hagnaðardrifin, þ.e. afleiðing ákvarðana atvinnurekenda um að sækja sér aukinn hagnað á kostnað almennings.

Það má líka segja að verðbólga sé afleiðing stéttaátaka milli atvinnurekenda og launafólks, þar sem atvinnurekendur hafa yfirhöndina – nema þegar verkalýðshreyfingin beitir sér af krafti og klókindum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: