- Advertisement -

Þarf ekki þak á arðgreiðslur?

Það hefur greitt eigendum sínum milljarða króna í arð á síðustu árum.

Árni Gunnarsson skrifar:

Eru engir sjóður til?

Enn og aftur fór ég að hugleiða hvort íslensk fyrirtæki ættu enga sjóði eftir góðæri síðustu ára. Einhverra hluta vegna virðist helftin af hagnaði hafa farið í fjárfestingar, sumar mjög dýrar, og til að greiða eigendum arð. Í mörgum Evrópulöndum er það ein af áherslum fyrirtækja í einkarekstri, að safna í sjóði til að geta mætt óvæntum útgjöldum og áföllum. Það virðist ekki viðtekin regla hér á landi. – Er ekki kominn tími til að setja eitthvert þak á arðgreiðslur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eitt af arðbærustu fyrirtækjum landsins er Bláa lónið. Það hefur greitt eigendum sínum milljarða króna í arð á síðustu árum.

Eftir fall í starfsemi fyrirtækja, sem byggja á komu erlendra ferðamanna, báru stjórnendur Bláa lónsins sig illa og fengu framlög frá ríkinu til að greiða starfsmönnum laun. Nú nýlega var ákveðið, að veita fyrirtækinu mikla fjármuni til að geta þraukað. Þetta er auðvitað skattfé borgaranna. Þetta öfluga og tekjuháa fyrirtæki er því komið á framfæri ríkisins, án þess að ríkið geri kröfu til eignarhlutar í staðinn. Er ekki eitthvað óþægilegt og skrítið við þetta mál í heild.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: