- Advertisement -

Mun gáfulegra að henda eigendunum en að þrengja enn að starfsfólkinu

Gunnar Smári skrifar:

Hvernig vill þetta fólk hafa samfélagið? Dominos var selt fyrir skömmu á 8,4 milljarða króna. Hvað þarf að selja margar pizzur svo gangi upp? Það gekk auðvitað ekki upp. Fyrirtækið var selt aftur, nú á 2.400 m.kr. og að baki kaupunum eru Birgir Bieltvedt, sem kaupir fyrirtækið nokkuð reglulega, Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, Guðbjörg Matthíasdóttur, kvótagreifynja og aðaleigandi Moggans, og hjónin Gunnlaugur S. Gunnlaugsson og Katrín Pétursdóttur, sem eiga Lýsi. Þetta fólk ætlar að fá þessa peninga til baka með góðum vöxtum. Til þess þurfa Íslendingar að borða meira af pizzum og, samkvæmt því sem fráfarandi framkvæmdastjóri segir, þarf að lækka launin hjá starfsfólkinu svo eigendurnir fá meiri pening. Þrátt fyrir að fólkið sem vinnur hjá Dominos eigi þegar erfitt með að draga fram lífið á því skítakaupi sem það fær borgað fyrir að útbúa, baka og sendast með þessar pizzur. Ef starfsfólkið og þessir eigendur geta ekki fengið nóg út úr fyrirtækinu er mun gáfulegra að henda eigendunum en að þrengja enn að starfsfólkinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: