- Advertisement -

Saka Bjarna um að vaða reyk

Meirihluti borgarstjórnar gefur Bjarna Benediktssyni, og fjármálaráðuneytinu, ekki háa einkunn:

„Eins og fram kemur í umsögn borgarinnar er varað við of bjartsýnni spá fjármálaráðuneytis á útsvarstekjum sveitarfélaga sem tekur ekki mið af spám sjálfra sveitarfélaganna, heldur líkani ráðuneytisins. Þá virðast framlög ríkis til sveitarfélaga ofmetinn í áætluninni,“ segir meirihluti borgarstjórnar.

„Um leið er varað við því í umsögn að með lækkandi skatttekjum ríkisins fari framlög til jöfnunarsjóðs lækkandi samfara því. Minni sveitarfélög landsins reiða sig að miklu leyti á tekjur jöfnunarsjóðs til að sinna grunnþjónustu og því þarf að tryggja fjármögnun hans. Auk þess er launakostnaður sveitarfélaga vanmetinn í áætluninni og útgjöld sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar sömuleiðis. Í heimsfaraldri eins og við glímum við núna er óvissan stærsta breytan. Það er því mikilvægt að ríkið standi á bakvið sveitarfélög líkt og ríkisstjórnir víða um heim hafa gert. Ríkið þarf að tryggja stöðugleika, tryggja hátt fjárfestingarstig opinberra aðila, en um leið að koma veg fyrir að grunnþjónusta sveitarfélaga verði skorin niður í kjölfar mikils tekjufalls þeirra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: