- Advertisement -

Sama hvað þið segið, veiðigjöld verða lækkuð

Á sama tíma er verið að auka álögur á almenning á öllum útgjaldaliðum.

Úlfar Hauksson skrifaði:

„Veiðileyfagjöld eru að lækka. Alveg sama hvaða hringavitleysisrullu fjármálaráðherra Bjarni Ben, formaður fjárlaganefndar, Willum Þór og sérlegur blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar í þessu máli, Svavar Gestsson, fara með. Sú lagabreyting sem sitjandi ríkisstjórn stóð fyrir og ber ábyrgð á – sem meðal annars felur í sér ríkisstyrk til útgerða í formi niðurgreiðslu á fjárfestingum – gerir það að verkum að gjaldið lækkar.

Á sama tíma er verið að auka álögur á almenning á öllum útgjaldaliðum. Og að gefnu tilefni ber að geta þess að þeir sem benda á þessa staðreynd gera það ekki vegna þess að þeim sé í nöp við sjávarútveg líkt og meðvirka fólkið fabúlerar stundum. Almenna reglan á einfaldlega að vera sú að útgerðin greiði fullt gjald – markaðsgjald – fyrir nýtingarétt á sameiginlegri auðlind. Það er fullkomlega eðlilegt sjónarmið og réttlát krafa.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: