- Advertisement -

Sama svarið frá ráðherra þrjú ár í röð

„Hvað hafa börn, öryrkjar og aldrað fólk gert á hlut þessarar ríkisstjórnar?“

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Guðmundur Ingi Kristinsson.
„Þessi aukni kostnaður upp á tugþúsund króna svo árum skiptir er þessu veika fólki fjárhagslega ofviða.“

„Hæstvirtur heilbrigðisráðherra sagði við mig í óundirbúnum fyrirspurnum fyrir tveimur árum að hann væri að semja við sjúkraþjálfara. Þetta nákvæmlega sama svar fékk ég frá honum ári seinna og enn og aftur nákvæmlega sama svar fyrir viku síðan,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins.

„Hvað hafa börn, öryrkjar og aldrað fólk gert á hlut þessarar ríkisstjórnar til þess að eiga skilið þetta fjárhagslega sparnaðarofbeldi sem veldur auknu tjóni, andlega og líkamlega, vegna þess að það hefur ekki efni á fara í sjúkraþjálfun? Veikt fólk, börn, öryrkjar með langvarandi veikindi sem valda aukinni streitu, sem stytta líf fólks og framkalla ýmsa óæskilega heilsufarskvilla á borð við aukna verki, kvíða, aukna gigtarverki ásamt fjölda annarra sjúkdóma sem getur bitnað illa á lífsgæðum og langlífi fólks, og það bara vegna þess að ríkisstjórnin er að spara, spara 1 milljarð. Fyrir hverja? Einkarekna fjölmiðla? Spara fyrir kostnaði vegna 6 milljarða flottræfilsbyggingar fyrir ráðuneyti á dýrastastaðlandsins?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjúkraþjálfun er þjóðhagslega hagkvæm og aukning á greiðsluþátttöku ríkisins dregur úr nýgengi örorku vegna stoðkerfissjúkdóma og hefur mest áhrif á þá einstaklinga sem veikast standa. Þessi ávinningur er að stórum hluta horfinn og er að tapast alveg og það bara vegna þess að ríkisstjórnin sér til þess að foreldrar með veik börn, öryrkjar og aldrað fólk hafi ekki lengur efni á sjúkraþjálfun. Spara með annarri hendinni og framleiða öryrkja á færibandi með hinni hendinni með sparnaði. Það er stefna ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi.

Hann byrjaði tölu sína svona:

„Ríkisstjórnin sparaði í sjúkra- og talmeinaþjálfun 1,4 milljarða kr. á síðasta ári. Af því er 1 milljarður sparnaður vegna sjúkraþjálfunar. Þetta þýðir að áfram verða þeir sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda að borga 20.000–30.000 kr. á mánuði aukalega vegna hennar. Þetta er stór hópur af fötluðum börnum, öryrkjum og öldruðu fólki sem þarf nauðsynlega á sjúkraþjálfun að halda. Því miður og að því er virðist vísvitandi og viljandi er þetta að valda því að þeir sem mest þurfa á sjúkraþjálfun að halda hafa ekki efni á því að sækja hana lengur. Þessi aukni kostnaður upp á tugþúsund króna svo árum skiptir er þessu veika fólki fjárhagslega ofviða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: