- Advertisement -

Samfelldur glæpur sem ekki fyrnist

Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður þekkir betur en flestir til sölu Búnaðarbankans en margir aðrir. Hann sagði í dag að þar væri um samfellda glæpi að ræða.

„Spyrjum um fyrningu í þessu máli. Sagt er að þetta mál sé fyrnt. Hvenær byrjar fyrningarfrestur? Ég tel nú að fyrningarfestur hefjist þegar menn hafa viðhlítandi gögn í höndum en ekki þegar glæpur er framinn. Þetta er samfelldur glæpur. Í mínum huga er þetta samfelldur glæpur frá 16. janúar árið 2003 til 29. mars 2017. Þá er þetta loksins upplýst. Þá vita allir. En ef menn vilja rannsaka það þá tel ég nauðsynlegt að rannsaka það hvernig skuldaskilum tiltekinna einstaklinga var háttað við viðkomandi banka, t.d. eins og í Landsbankanum. Aðaleigandi þar. Þar hef ég undir höndum gögn þar sem endurskoðendur falsa upplýsingar við gerð ársreiknings og sömuleiðis skuldauppgjör þess einstaklings sem um er fjallað í þessari skýrslu og vélaði um einkavæðingu Búnaðarbankans,“ sagði Vilhjálmur meðal annars.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: