- Advertisement -

Samfylkingin – varðliðar nýfrjálshyggjunnar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Skrítið viðtal. Borgarstjóri gæti ekki lifað af þeim launum sem hann greiðir starfsfólki sínu en telur að hann sé einmitt að verja hagsmuni hinna lægst launuðu með því að hækka ekki laun þeirra. Dagur virðist misskilja hugtakið höfrungahlaup algjörlega; það er ekki um hækkanir á lægstu laununum heldur einmitt um hækkun launa fólks eins og Dags, fólks sem er með margföld lægstu laun (og hefur engan skilning á kjörum láglaunafólks); til að stöðva höfrungahlaup ber að halda aftur af hækkunum fólks með háar tekjur, ekki fólks með lægstu launin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjar fréttir daglega
miðjan.is

Þetta viðtal sýnir kjarnann í stefnu meirihlutans í borginni; hann er láglaunastefna á aðra hönd og svo algjört afskiptaleysi gagnvart húsnæðiskreppunni sem grefur undan lífskjörum fólksins með lægstu tekjurnar.

Hvernig unir Samfylkingarfólk þessu, fólk sem er í flokki sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands. Af hverju er flokkurinn ekki bara kallaður Samfylkingin – varðliðar nýfrjálshyggjunnar?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: